Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ragnheiður skoraði þrjú mörk í „fússball“
Ragnheiður Elín í baráttunni við Þorstein Kristinsson á skrifstofu Víkurfrétta í morgun. VF-myndir/pket.
Föstudagur 25. janúar 2013 kl. 11:52

Ragnheiður skoraði þrjú mörk í „fússball“

Ragnheiður bjartsýn fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi

„Þetta hefur gengið mjög vel og full ástæða til bjarstýni. Það er gaman að vera á ferðinni og hitta fólk,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkona og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Ragnheiður sló á létta strengi þegar hún heimsótti skrifstofu Víkurfrétta og tók leik í „fússball“ fótboltaspilinu við Þorstein Kristinsson, einn starfsmanna VF. Eftir fjör og hasar sagðist hún hafa skorað þrjú mörk, tvö sjálfsmörk og eitt í markið hjá Steina. Ekki svo slæmt í fyrsta skipti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi verður á morgun, laugardag kl. 10 til 18.

Kjörstaðir eru á Nesvöllum í Reykjanesbæ, verkalýðshúsinu í Grindavík, samkomuhúsunum í Garði og í Sandgerði.

Sjálfsmark! Ragnheiður Elín var smá stund að ná tökum á bláu köllunum í fótboltaspilinu.