Ragnheiður Elín þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, tók í dag við sem formaður þingflokks sjálfstæðismanna á fundi þingflokksins.
Einar K. Guðfinnsson þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók við starfi varaformanns þingflokksins en Ragnheiður Elín gengdi því starfi áður.
Ólöf Nordal þingmaður í Reykjavík suður, kemur ný inn í þingflokksstjórnina. Hún var kjörin ritari þingflokksins.