Ragnheiður Elín sækist eftir 1. sæti
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á fundi kjördæmisráðs sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í gær að hún ætlaði að sækjast eftir því að leiða lista sjálfstæðismanna fyrir þingkosningarnar á næsta ári.
Ragnheiður Elín er oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu fyrir síðustu þingkosningar sem fram fóru vorið 2009. Hún gegndi meðal annars embætti þingflokksformanns flokksins 2010-2012.