Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ragnheiður Elín í 1. sæti
Sunnudagur 27. janúar 2013 kl. 17:03

Ragnheiður Elín í 1. sæti

Ragnheiður Elín Árnadóttir er í fyrsta sæti með 726 atkvæði þegar fyrstu tölur hafa verið birtar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, en prófkjörið fór fram í gær. Talin hafa verið 1091 atkvæði.

Unnur Brá Konráðsdóttir er í öðru sæti með 398 atkvæði í 1. - 2. sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ásmundur Friðriksson er í þriðja sæti með 439 atkvæði í 1. - 3. sæti.

Vilhjálmur Árnason er í fjórða sæti með 375 atkvæði í 1. - 4. sæti.

Geir Jón Þórisson er með 589 atkvæði í 1. - 5. sæti.

Aðrir frambjóðendur hafa hlotið færri atkvæði.

Fyrstu viðbrögð Ragnheiðar Elínar eru væntanleg í hér á vefinn innan skamms.