Rafstöðvar Landsnets lagðar af stað til Grindavíkur
Fyrstu tvær rafstöðvar Landsnets, sem munu sjá Grindavík fyrir raforku ef samband við orkuverið í Svartsengi rofnar vegna náttúruhamfara, eru lagðar af stað til Grindavíkur. Þær eru komnar á flutningabíla sem eru væntanlegir til Grindavíkur síðdegis í dag.
Útbúin hafa verið plön á tveimur stöðum í Grindavík við aðveitustöðvar þar sem auðvelt er að tengja rafstöðvarnar inn á dreifikerfi bæjarins.
Landsnet hefur lýst sig reiðubúið til að útvega sex til sjö rafstöðvar sem eiga að geta framleitt nauðsynlega raforku á neyðartímum.