Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafrænt DansKompaní keppir í heimsmeistarakeppninni
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
sunnudaginn 4. júlí 2021 kl. 09:16

Rafrænt DansKompaní keppir í heimsmeistarakeppninni

DansKompaní hélt svokallaða upptökusýningu í Andrews Theater á Ásbrú í liðinni viku. Tilefnið voru upptökur sjö dansatriða sem DansKompaní mun senda til þátttöku í Dance World Cup, heimsmeistarakeppninnar í dansi. Sýningin var haldin í fjáröflunarskyni fyrir keppnina.

Vegna heimsfaraldursins breyttust áætlanir DansKompanís en sumarið 2020 stóð til að 21 atriði frá dansskólanum kepptu í heimsmeistarakeppninni í Róm á Ítalíu fyrir hönd íslenska landsliðsins í dansi. Keppninni var frestað og að lokum var tilkynnt að úrslit ársins 2020 færu fram á sama tíma og úrslit ársins 2021, næstkomandi ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nú í maí var haldin undankeppni í Borgarleikhúsinu og DansKompaní sendi fjórtán atriði sem öll komust í landsliðið. Það var þó ákveðið að taka ekki þátt í lokakeppninni í Telford á Englandi í ágúst nema boðið yrði upp á rafræna þátttöku, þ.e. að senda myndbönd af atriðunum og taka þannig þátt,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, eigandi DansKompaní. Þegar sá gluggi opnaðist fyrir stuttu var ákveðið að sjö atriði frá árinu 2020 og öll atriði ársins í ár myndu taka þátt.

Helga segir upptökusýninguna í Andrews hafa gengið vonum framar. „Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt ferli og allir orðnir mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni. Auðvitað verður upplifunin öðruvísi núna en sumarið 2019 þar sem við verðum „rafrænt á staðnum“ en við vonumst til að geta farið út á næsta ári til að taka þátt í keppninni 2022.“

Dansarar á fjáröflunarsýningunni
(fleiri dansarar taka þátt í verkefni ársins 2021):

Halla Björk Guðjónsdóttir 8 ára TeamDK 2020 & 2021

Andrea Ísold Jóhannsdóttir 10 ára TeamDK 2020 & 2021

Valgerður Pálína Vigdísardóttir 10 ára TeamDK 2020

Heiðrún Lind Sævarsdóttir 11 ára TeamDK 2020

Freyja Marý Davíðsdóttir 11 ára TeamDK 2021

Inga Lind Magnúsdóttir 12 ára TeamDK 2021

Guðný Kristín Þrastardóttir 12 ára TeamDK 2020 & 2021

Bryndís Björk Guðjónsdóttir 12 ára TeamDK 2020 & 2021

Sólrún Glóð Jónsdóttir 12 ára TeamDK 2021

Alexandra Rós Þorkelsdóttir 13 ára TeamDK 2021

Birgitta Fanney Bjarnadóttir 14 ára TeamDK 2021

Aðalbjörg Ósk Stefánsdóttir 13 ára TeamDK 2021

Aron Kristinsson 14 ára TeamDK 2021

Elísabet Eva Erlingsdóttir 14 ára TeamDK 2020 & 2021

Jórunn Björnsdóttir 14 ára TeamDK 2020 & 2021

Tinna Róbertsdóttir 14 ára TeamDK 2021

Valur Axel Axelsson 15 ára TeamDK 2020 & 2021

Stefán Logi Ægisson 16 ára TeamDK 2021

Þórhildur Erna Arnardóttir 16 ára TeamDK 2020 & 2021

Þórarinn Darri Ólafsson 17 ára TeamDK 2020 & 2021

Elma Rún Kristinsdóttir 20 ára TeamDK 2020

Sveinborg Ólafía Sveinsdóttir 22 ára TeamDK 2020 & 2021

Laufey Soffía Pétursdóttir 23 ára TeamDK 2021

Danshöfundar eru:

Helga Ásta Ólafsdóttir 2020 & 2021

Auður Bergdís Snorradóttir 2020 & 2021

Elma Rún Kristinsdóttir 2020

Júlía Mjöll Jensdóttir 2020