Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafrænir greiðsluseðlar hjá Reykjanesbæ
Þriðjudagur 26. janúar 2010 kl. 08:29

Rafrænir greiðsluseðlar hjá Reykjanesbæ


Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda í Reykjanesbæ verða framvegis  rafrænir og því ekki sendir út til greiðenda nema þeir óski eftir því sérstaklega.
Greiðsluseðlar fyrir fasteignagjöld verða sendir út í síðasta sinn nú  í janúar en þann 25. febrúar verða þeir eingöngu rafrænir, að því er segir í tilkynningu frá bæjarskrifstofu.

Þeir íbúar sem óska eftir því að fá greiðsluseðla senda heim til sín á pappír þurfa að óska eftir því með því að hafa samband við Þjónustuverið í síma 421 6700 eða senda póst á [email protected].

Greiðendum fasteignagjalda stendur einnig til boða að greiða gjöldin með öruggum og auðveldum hætti með mánaðarlegri færslu af kreditkorti eða beingreiðslum. Bent er á að hægt er að safna punktaeign með því að nýta sér boðgreiðslur.

Hægt er að prenta út seðil vegna fasteignagjalda í heimabanka en einnig er hægt að skoða greiðslusögu hjá Reykjanesbæ á íbúavefnum mittreykjanes.is.

Allar frekari upplýsingar eru veittar í Þjónustuveri Reykjanesbæjar í síma 421 6700

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024