Rafrænar Víkurfréttir rjúka út eins og heitar lummur - ókeypis veglegt tímarit í hverri viku
Rafræn tölublöð Víkurfrétta eru orðin níu talsins. Alls eru þetta 594 síður af efni sem við höfum gefið út á tímum COVID-19. Viðtölin í þessum níu tölublöðum eru yfir 200 talsins. Ef við hefðum haft tækifæri til að prenta blaðið, þá værum við að tala um 144 síður á þessum níu vikum.
Staðan á auglýsingamarkaði er þannig að prentun er ekki möguleg. Það kemur ekki að sök, enda rennur rafræna blaðið út eins og heitar lummur og að jafnaði er blaðið sótt um 15.000 sinnum í rafræna blaðasafnið okkar í hverri viku.
Með því að gefa blaðið út á rafrænu formi höfum við á þessum níu vikum boðið lesendum upp á auka 450 síður við það sem annars hefði verið prentað.
Við hjá Víkurfréttum vitum að lesendur eru með tækin til að skoða og lesa blaðið. Tölvur, spjaldtölvur og snjalltæki ýmiskonar henta vel til þess að lesa Víkurfréttir.
(Lesið framhald neðan við myndina ...)
Þeir lesendur sem vilja frekar lesa blaðið af pappír er bent á að leturstærð í rafræna blaðinu er þannig að síðurnar eru hentugar til að prenta út á pappírsstærðina A4 til aflestrar. Auðvelt er að hlaða niður PDF-skrá þegar smellt er á blaðið í tölvunni, eins og sýnt er á myndinni hér að ofan.
Hér er tengill á síðu Víkurfrétta sem hefur að geyma öll nýjustu tölublöð Víkurfrétta. Njótið!