Rafræn veisla frá Víkurfréttum
– hér getur þú lesið Víkurfréttir sem koma út í dag
Víkurfréttum verður dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum í dag. Hér að neðan er hins vegar hægt að nálgast rafræna útgáfu blaðsins í þessari viku.
Blaðið er í sumarfötunum að þessu sinni og er 16 síður. Hæst ber í blaðinu í þessari viku viðtal við Önnu Lóu Ólafsdóttur, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem hjólaði Jakobsstíginn á Spáni fyrir nokkrum vikum. Einnig er sagt frá 8 ára hnátu sem hélt tombólu til að kaupa brúðargjöf handa mömmu sinni og þá er sagt frá þyrlupalli sem er til skoðunar í Sandgerði og ýmsu fleiru.