Raforkuverð hækkar
Raforkuverð hækkaði um 4,39% hjá HS Orku nú um mánaðamótin. Samtals hefur raforkuverð frá fyrirtækinu til neytenda hækkað um 7,6% á þessu ári.
Þetta kemur fram á vef Orkuvaktarinnar. Þar er greint frá því að allir orkusalar hafi hækkað verðskrá nú um mánaðamótin í kjölfar 8,3% hækkunar hjá Landsvirkjun fyrr í sumar.
Sjá nánar á vef Orkuvaktarinnar hér