Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Raforkunotkun datt niður
Þriðjudagur 31. mars 2009 kl. 14:46

Raforkunotkun datt niður

Rafmagnsnotkun í Reykjanesbæ datt niður þegar Reykjanesbær slökkti ljósin sl. laugardagskvöld til þess að taka þátt í átakinu Earth hour sem fram fór um allan heim kl. 20:30 - 21:30.

Flestar stórborgir slökktu ljós á helstu kennileitum og má þar nefna píramídana í Gaza, Eifel turninn í París og Big Ben í London. Markmiðið með verkefninu var að vekja jarðarbúa til aukinnar vitundar um hlýnun jarðar.

Reykjanesbær lét sitt ekki eftir liggja og slökkti á öllum götuljósum á bænum og stofnanir bæjarins voru ekki upplýstar. Íbúar gátu jafnframt tekið þátt með því að slökkva ljósin heima í þessa einu klukkustund.

Í tölum frá HS orku má sjá að rafmagnsnotkun datt niður þennan tíma í samanburði við tvo síðustu laugardaga.?Reykjanesbær þakkar HS orku og Lögreglunni á Suðurnesjum þátttökuna í verkefninu sem og íbúum sem tóku þátt.??Mynd: þessi mynd sýnir raforkunotkunina sl. laugardag þegar slökkt var á götuljósum, lýsingu á stofnunum og íbúar hvattir til þess að slökkva ljósin heima. Samanburðurinn er við tvo laugardaga þar á undan.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024