Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Raforkulínur í jörð
Föstudagur 30. mars 2007 kl. 09:30

Raforkulínur í jörð

Raforkulínur vegna orku til hugsanlegs álvers í Helguvík verða allar lagðar í jörð ef tillaga að aðalskipulagstillögu í Garði nær fram að ganga. Eins og fram hefur komið höfnuðu bæjarfyrirvöld í Sandgerði lagningu háspennulínu í landi Sandgerðis.
Samkvæmt tillögunni í Garði er gert ráð fyrir lagningu línunnar á svæði því sem áður var varnarsvæði. Hluti svæðsins verður undir iðnað og annar hluti þess óbyggður.
Tillagan var kynnt á opnum kynningarfundi í Garðinum á miðvikudag og mun hafa fengið góðan hljómgrunn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024