Raforkugjöld Grindvíkinga áfram felld niður
HS Orka hefur ákveðið að framlengja niðurfellingu raforkugjalda til allra einstaklinga í Grindavík sem eru í viðskiptum við fyrirtækið en sú ákvörðun var upphaflega tekin í framhaldi af rýmingu bæjarins 10. nóvember síðastliðinn. Grindvíkingar sem kaupa raforku af HS Orku hafa því ekki greitt fyrir raforku síðustu tvo mánuði og munu ekki gera um óákveðinn tíma.
Raforkunotkun frá HS Orku er innheimt sameiginlega með reikningum frá HS Veitum, en dreifiveitan sér um innheimtu vegna sölu, dreifingar og flutnings á raforku og heitu vatni á grundvelli þjónustusamnings við HS Orku.