Raforkuframleiðsla HS hf vottuð
Nú er lokið vottun á raforkuframleiðslu HS hf í Svartsengi. Þýska fyrirtækið TUV-industrie Service sá um vottunina en hún er gerð samkvæmt Evrópustaðli EE(0104). Vottunin er framkvæmd vegna sölu HS hf og fleirri íslenskra aðila á grænni orku til Austuríkis gegnum norska fyrirtækið Green Stream. Miklir möguleikar eru að opnast fyrir sölu á vottaðri grænni framleiðslu til Evrópulanda og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu, segir á vef Hitaveitu Suðurnesja.
Evrópa þarf að auka vistvæna raforkuframleiðslu sína mikið næstu ár vegna Kyoto samkomulagsins. Hefur Evrópusamsandið stuðlað að opnun markaðs fyrir græn bréf sem eiga að tryggja að hver framleiðandi vistvænnar orku geti aðeins selt sína framleiðslu einu sinni og að söluaðilar verði að geta sýnt fram á að ákveðin hluti af þeirra orka sé framleiddur með vistvænum hætti.
Þýska fyrirtækið TUV sá um vottunina en hún er gerð samkvæmt Evrópustaðli, CMS Standard Erzeugung EE(0104). E-Control í Austurríki hefur fengið samning HS hf og Austurríska fyrirtækisins sendan og munu þeir sjá um að viðskiptin fari fram með löglegum hætti
Evrópa þarf að auka vistvæna raforkuframleiðslu sína mikið næstu ár vegna Kyoto samkomulagsins. Hefur Evrópusamsandið stuðlað að opnun markaðs fyrir græn bréf sem eiga að tryggja að hver framleiðandi vistvænnar orku geti aðeins selt sína framleiðslu einu sinni og að söluaðilar verði að geta sýnt fram á að ákveðin hluti af þeirra orka sé framleiddur með vistvænum hætti.
Þýska fyrirtækið TUV sá um vottunina en hún er gerð samkvæmt Evrópustaðli, CMS Standard Erzeugung EE(0104). E-Control í Austurríki hefur fengið samning HS hf og Austurríska fyrirtækisins sendan og munu þeir sjá um að viðskiptin fari fram með löglegum hætti