Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Raforka til heimila: Lítill verðmunur en umtalsverðar hækkanir
Föstudagur 17. júlí 2009 kl. 11:07

Raforka til heimila: Lítill verðmunur en umtalsverðar hækkanir


Verð á rafmagni á frjálsum markaði hefur á þremur árum hækkað um 26% hjá HS Orku en 8% hjá Orkubúi Vestfjarða, samkvæmt verðkönnun Neytendasamtakanna á verði rafmangs til heimila. Þó er ekki nema 7,9% munur á hæsta og lægsta verði.

Sé miðað við 4000 kílóvattsstundir á ári þá kosta þær 20.318 hjá HS Orku en 18.824 kr. hjá Orkubúi Vestfjarða samkvæmt gjaldskrá í júlí 2009. Hér er einungis átt við sölu á rafmagni en ekki dreifingu og flutning.

Raforkusala var gefin frjáls til neytenda í ársbyrjun 2006. Það þýðir að neytandum er frjálst að eiga viðskipti við þann söluaðila rafmagns sem hann kýs. Þó er hluti raforkunnar ekki á frjálsum markaði því dreifing og flutningur er enn undir sérleyfisstarfsemi þar sem dreifiveita hvers svæðis sér um dreifingu raforku til notenda og kostnaður því breytilegur eftir landssvæðum.  Þannig er dreifingin hér á svæðinu í höndum HS Veitna, þó svo að neytandinn kjósi að kaupa rafmagnið annars staðar.

Í frétt Neytendasamtakanna segir að síðast hafi verð á rafmagni verið kannað í mars 2006. Á þessu tímabili hafi  dreifing og flutningur hækkað um 15 - 50%, þ.e. sá hluti raforkuverðs sem ekki er á frjálsum markaði. Þar hefur dregið sundur með fyrirtækjunum því nú er rúmlega 30% verðmunur milli hæsta og lægsta verðs. HS Veitur eru með 30% hækkun á 3 árum en Rarik 46%. Orkubú Vestfjarða er með 15% hækkun.

Sjá frétt Neytendasamtakanna hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tafla af vef Neytendasamtakanna