Rafmagnstruflanir í jólaljósahverfi Reykjanesbæjar
Rafmagnið fór af jólaljósahverfi Reykjanesbæjar, Vallahverfi og Heiðarholti á fimmta tímanum í dag. Fyrst fór rafmagnið í um hálfa klukkustund og síðan fljótlega aftur í nokkrar mínútur.Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað olli rafmagnleysinu nema það að álagið á kerfið hafi verið það miklar. Hvergi á Íslandi eru fleiri jólaséríur í sambandi við rafmagn og síðan þegar eldavélar „ljósálfanna“ voru komnar á fullan blúss þá sló allt út.
Ljósastaurar í hverfinu hafa verið hálf slappir eftir rafmagnsleysið og jólaljós fengið að njóta sín í myrkum götunum.
Ljósastaurar í hverfinu hafa verið hálf slappir eftir rafmagnsleysið og jólaljós fengið að njóta sín í myrkum götunum.