Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafmagnsleysi óásættanlegt fyrir íbúa og atvinnulíf á Suðurnesjum
Miðvikudagur 1. febrúar 2023 kl. 15:18

Rafmagnsleysi óásættanlegt fyrir íbúa og atvinnulíf á Suðurnesjum

Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir miklum áhyggjum af því öryggisleysi sem íbúar og atvinnulíf búa við og birtist þegar rafmagnslaust varð á Suðurnesjum og Suðurnesjabær varð síma- og netsambandslaus. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs á erindi bæjarstjóra til almannavarnanefndar vegna rafmagns- og símasambandsleysis 16. janúar 2023 og minnispunktum frá Einari Jóni Pálssyni um samskipti við Símann vegna sambandsleysis.

Bæjarráð tekur undir erindi bæjarstjóra til Almannavarnanefndar Suðurnesja utan Grindavíkur um að fjallað verði um það ástand sem upp kom út frá öryggis- og almannahagsmunum. Bæjarráð bendir á að íbúar og atvinnulíf á Suðurnesjum geti ekki lengur sætt sig við að ekki sé komin lausn á uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja til að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku en öllu frekar til að tryggja betur afhendingaröryggi raforku á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024