Rafmagnsleysi hafði víðtæk áhrif á vef Víkurfrétta
Rafmagnsleysi hafði víðtæk áhrif á starfsemi Víkurfrétta á Netinu í dag. Frá því rafmagn fór af Reykjanesbæ síðdegis hafa blaðamenn Víkurfrétta verið netsambandslausir þar sem alvarleg bilun kom upp á netþjónustuaðila Víkurfrétta. Fjölmargir gátu séð síðuna en hins vegar kom netsambandsleysi í veg fyrir að blaðamenn gætu uppfært vefsíðuna með nýjustu fréttum. Víkurfréttir biðjast velvirðingar á þessum vandræðum.
Mynd: Myrkur í öllum gluggum í Njarðvík síðdegis þegar rafmagn fór af Reykjanesbæ.