Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafmagnsleysi hafði ekki áhrif á starfsemi HSS
Mánudagur 24. ágúst 2015 kl. 14:12

Rafmagnsleysi hafði ekki áhrif á starfsemi HSS

– varaaflsstöð tekur við í rafmagnsleysi.

Þó svo rafmagn fari af í Reykjanesbæ á það ekki að hafa áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS. Ástæðan er að sjúkrahúsið er tengt við varaaflstöð sem fer í gang um leið og rafmagni slær út.

Rafmagnsleysi í morgun hafði því ekki áhrif á starfsemi HSS, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, í samtali við Víkurfréttir. Varaaflstöð fyrir sjúkrahúsið virkaði eins og hún á að gera. Rafmagni sló hins vegar út í nokkrum rýmum vegna álags á tengla en rafmagni var komið á öll rýmin á mjög skömmum tíma.

Nær öll tölvukerfi HSS eru einnig á varaafli þannig að rafmagnstruflanir eiga ekki að hafa áhrif á kerfin þó einstaka tölvur hafi orðið rafmagnslausar. Þær séu ræstar að nýju en engin gögn glatast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024