Rafmagnslaust fram á kvöld vegna bruna í dreifistöð
Rafmagni sló út víða í Keflavík vegna bruna í háspennustreng í dreifistöð kl. 13:30 í dag. Rafmagnið er komið á aftur nema í þeim húsum sem tenjasst viðkomandi dreifistöð.
Viðgerð stendur yfir og tekur vonandi ekki nema 5 klukkustundir og á rafmagn því að vera komið aftur á allt svæðið um 19:30 – 20:00 í kvöld.