Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafmagnslaust á Suðurnesjum eftir að eldingu laust niður
Laugardagur 11. nóvember 2006 kl. 21:59

Rafmagnslaust á Suðurnesjum eftir að eldingu laust niður

Rafmagnslaust varð á Suðurnesjum eftir að eldingu sló niður í Suðurnesjalínu nú á sjötta tímanum í kvöld. Rafmagn fór af í byggðum og af báðum virkjununum á Reykjanesi, Reykjanesvirkjun og virkjuninni í Svartsengi. Þær eru nú báðar komnar í gang. Við rafmagsleysið slokknaði meðal annars á ljósastaurum á Reykjanesbraut og hægðist töluvert á umferð á brautinni á meðan á því stóð.

 

 

 

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

 

 

 

 

Myndir sem teknar voru á sama stað með um mínútu millibili. Þegar byggðin í Reykjanesbæ var rafmagnslaus og síðan í þann mund er ljósin komu aftur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024