Rafmagnslaust á Keflavíkurflugvelli
Rafmagn fór af Keflavíkurflugvelli um sexleytið í morgun vegna bilunar í spennnistöð á Fitjum. Fór rafmagn af öllu flugvallarsvæðinu en vararafstöðvar sáu flugturni og allri nauðsynlegri flugstarfsemi fyrir rafmagni. Ekki mun því hafa orðið nein truflun á flugstarfsemi vegna þessa að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar. Rafmagn komst aftur á nú fyrir stundu.
Mynd: Það var hálf einkennilegt að sjá ekki ljósið í morgun á gamla vatnstakinum, sem verið hefur helsta kennileiti Keflavíkurflugvallar.
Mynd: Það var hálf einkennilegt að sjá ekki ljósið í morgun á gamla vatnstakinum, sem verið hefur helsta kennileiti Keflavíkurflugvallar.