Rafmagnslaus brunahani tafði slökkvistarf!
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út klukkan 03:31 aðfaranótt mánudags eftir að eldur kom upp í litlu tvílyftu timburhúsi í Höfnum. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Slökkvistarf gekk mjög erfiðlega vegna ofsaveðurs. Vindhraðinn fór í rúmlega 30 metra á sek. þegar verst var. Einnig fór rafmagn af svæðinu meðan á slökkvistarfinu stóð og við það fór þrýstingur af vatni þannig að ekki var hægt að notast við brunahana og aðeins hægt að nota það vatn í slökkvibílunum sjálfum. Slökkvistarfinu lauk um kl. 05 en húsið var þá talið ónýtt.Eigandi hússins var að hefja flutning úr húsinu en nær allar hans eigur brunnu í eldinum.Skátafélögin vantar tvær milljónir til að laga húsnæðisvanda sinnHúsnæðisvandi skátafélaganna:Vantar tvær milljónirForsvarsmenn skátafélagsins Heiðarbúa í Keflavík hafa óskað eftir við tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar að fá fjárstuðning til viðhalds á skátahúsinu við Hringbraut 101. Kostnaðaráætlunin hljóðar uppá tæpar tvær milljónir króna. TÍR tók málið til umfjöllunar á fundi sínum nýverið. Ráðið segist ekki geta veitt fé til framkvæmdanna því ekki hafi verið gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun fyrir árið 2000. Það vill samt reyna eftir fremsta megni að aðstoða skáta í Keflavík og Njarðvík varðandi húsnæðismál.