Rafmagnslaus bátur sóttur norður af Sandgerði
Um klukkan 23:30 í gærkvöldi voru björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar Einar Sigurjónsson í Hafnarfirði og Ásgrímur S. Björnsson í Reykjavík kölluð út af Vaktstöð siglinga vegna bátsins Nónberg sem hafði dottið út úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni. Báturinn var þá staddur um 24 sjómílur norður af Sandgerði.
Báturinn kom svo fram 0:31 en þá hafði rafmagn dottið af bátnum með þeim afleiðingum að öll fjarskiptatæki bátsins urðu óvirk. Viðkomandi lét svo vita af sér um leið og hann komst í GSM samband. Mikið er búið að vera að gera hjá Björgunarskipum félagsins undanfarin misseri og veldur því væntanlega góð tíð sem sjómenn á minni bátum láta ekki framhjá sér fara og sækja á sjóinn. Atvik þessi hafa þó flest verið minniháttar aðstoðir.
Báturinn kom svo fram 0:31 en þá hafði rafmagn dottið af bátnum með þeim afleiðingum að öll fjarskiptatæki bátsins urðu óvirk. Viðkomandi lét svo vita af sér um leið og hann komst í GSM samband. Mikið er búið að vera að gera hjá Björgunarskipum félagsins undanfarin misseri og veldur því væntanlega góð tíð sem sjómenn á minni bátum láta ekki framhjá sér fara og sækja á sjóinn. Atvik þessi hafa þó flest verið minniháttar aðstoðir.