Rafmagn tekið af Njarðvík og Sandgerði
Rafmagn verður tekið af Njarðvík og Sandgerði á miðnætti í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Hitaveitu Suðurnesja verður straumlaust fram eftir nóttu. Fólk er hvatt til að slökkva á tölvubúnaði og öðrum tækjum sem eru viðkvæm fyrir því að straumur rofni skyndilega.Rafmagnsleysið á ekki að hafa áhrif á vef Víkurfrétta þar sem vefþjónn okkar er ekki á því svæði sem verður án rafmagns.