Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rafmagn fyrir leiðisljós kostar 385 krónur á mánuði
Þriðjudagur 7. desember 2010 kl. 16:49

Rafmagn fyrir leiðisljós kostar 385 krónur á mánuði

Það kostar 385 krónur á mánuði að kaupa raforku af HS Veitum fyrir meðalstóra ljósaskreytingu á leiði. Inni í verðinu er gert ráð fyrir flutningskostnaði og 10% tapi á orku í kerfinu. Mjög breytilegt er hvað fólk þarf að greiða fyrir ljósaskreytingar á leiði ástvina sinna í kirkjugörðum á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kirkjugarðar Keflavíkur innheimta 4500 krónur fyrir leiðislýsinguna með uppsetningu ljósa. Nágrannarnir í Njarðvík sleppa mun betur en þar kostar 2000 krónur að hafa leiðisljós yfir jólin. Í Hvalsneskirkjugarði kostar ekkert að hafa leiðisljós yfir jólin. Þar þarf fólk hins vegar að setja ljósin upp sjálft en tengikassar eru aðgengilegir í kirkjugarðinum.