Rafmagn frá varaaflsvélum til Grindavíkur vegna framkvæmda við varnargarð
Vegna aðgerða Landsnets við varnargarð í Svartsengi, þá mun Grindavíkurbæ verða séð fyrir rafmagni með varaaflsvélum á morgun. Varaaflsvélarnar eru þrjár og samanlögð orka vélanna er um 3,5 MV. Aðgerðin hefst kl. 08:00 og orkuverið mun verða tekið út kl. 09:00. Áætlað er að framkvæmdin taki um 12 klukkustundir, eða til kl. 20:00.
Búið er að upplýsa fyrirtæki á svæðinu. Íbúar sem verða á svæðinu á morgun eru hvattir til að reyna eftir fremsta megni að lágmarka orkunotkun á meðan þeir dvelja á svæðinu.