Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 23. ágúst 2001 kl. 09:38

Rafknúin lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkur

Samgönguráðuneytið kannar nú kosti þess að leggja rafknúna lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Að sögn Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra er nauðsynlegt að kanna möguleika á betri samgöngutengingu á milli Reykjavíkursvæðisins og Suðurnesja með tilliti til flugvallarsvæðisins. Hraðlest knúin rafmagni hefur ótvíræða kosti þegar kemur að umhverfismálum auk þess sem tenging milli svæðana yrði betri. Ráðherra telur að kostnaður við framkvæmdina myndi nema 30 til 40 milljörðum króna en hinsvegar sé nauðsynlegt að kanna þennan kost. Áætlun um framkvæmdina verður líklega lögð fram í haust.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024