Rafgeymum stolið úr vörubíl
Óprúttnir einstaklingar voru á ferð í vikunni og stálu rafgeymum úr vörubíl sem stóð á Fitjabakka. Fyrst var stolið einum snemma í vikunni og svo í gær var annar tekinn ófrjálsri hendi. Rafgeymarnir eru nýjir og kosta samtals 50-60 þúsund.
Ef einhver getur gefið upplýsingar um málið er hann beðinn um að hafa samband við lögreglu.