Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rafbílasýning hjá Bílabúð Benna
Bílabúð Benna á Njarðarbraut 9 heldur sýningu á 100% rafbílnum Ampera - e frá Opel, fimmtudaginn 7. nóvember.
Miðvikudagur 6. nóvember 2019 kl. 16:37

Rafbílasýning hjá Bílabúð Benna

Fimmtudaginn, 7. nóvember, mun Bílabúð Benna á Njarðarbraut í Reykjanesbæ, slá upp sýningu á hinum einstaka rafbíl frá Opel, Ampera-e. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, kemur fram að Ampera-e sé hannaður frá grunni sem 100% rafmagnsbíll og það skili sér m.a. í frábærri nýtingu á innra rými sem og einstökum aksturseiginleikum.
Ampera-e kemst allt að 423 km á einni hleðslu, samkvæmt WLPT staðli og uppfyllir klárlega allar kröfur sem umhverfisvænar fjölskyldur gera til bílanna sinna. Ampera-e sýningin verður haldin á fimmtudaginn, milli kl. 17:00 og 20:00, hjá Bílabúð Benna á Njarðarbraut 9. Boðið verður uppá veitingar frá Sigurjónsbakaríi og allir eru hjartanlega velkomnir.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024