Rætt um viðskilnað Varnarliðsins á föstudag
Viðskilnaður Varnarliðsins verður aðal umræðuefnið á fundi viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna, sem hittast næstkomandi föstudag. Rætt verður með hvaða hætti Bandaríkjaher mun skilja við á Keflavíkurflugvelli, s.s. hvað varðar frágang fasteigna, samkvæmt því sem fréttastofa RUV greinir frá í dag.
Nú styttist óðum í að Bandaríkjaher hverfi endalega af landi brott með allt sitt hafurtask en ekkert hefur við gefið upp hvort hann hyggist vera hér áfram með einhvern lámarksviðbúnað.