Rætt um að banna hunda á ákveðnum svæðum
Sveitarfélögin leita nú leiða til að draga úr hundaskít sem er orðinn viðvarandi vandamál á göngustígum og útivistarsvæðum. Allt of margir hundaeigendur láta hjá líða að hreinsa upp eftir hunda sína.
Hjá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ er til umræðu að setja viðurlög í lögreglusamþykkt þannig að þeir hundaeigendur sem verða uppvísir að því að skilja eftir hundaskít sæti sektum.
Önnur hugmynd er sú að banna hunda á ákveðnum svæðum og leyfa á öðrum. Skipulags- og bygginganefnd Garðs er að skoða þann möguleika en málið kom til tals á fundi hennar í gær. Skipulagsnefndin bendir á að lausaganga hunda er bönnuð og leggur til að skilti verði sett upp til að minna á það. Einnig skilti sem minnir fólk á að hreinsa upp eftir hundana.