Þriðjudagur 1. ágúst 2000 kl. 17:38
Rændur við Bláa lónið
Amerískur varnarliðsmaður varð fyrir því óláni sl. laugardagskvöld, að brotist var inní bifreið hans sem stóð á bílastæði við Bláa lónið. Í bílnum var myndavél og peningaveski. Maðurinn kærði atburðinn undireins til lögreglunnar sem rannsakar nú málið.