Rændu runnum og sviðu jörð
Skemmdarvargar gerðu sér leið um Skógarsel við Seltjörn fyrir skemmstu og skildu eftir sig sviðna jörð. Höfðu þeir brennt gras og runna sem voru á litlu hringtorgi á ræktunarsvæði Skógarsels og slitu þar upp nokkra runna með rótum og höfðu með sér á brott.
Skógarsel var í eigu starfsmannafélags ÍAV en árið 2004 gaf ÍAV Reykjanesbæ svæðið.
[email protected]
Myndatexti: Hringtorgið var illa leikið og djúpar holur var að finna víðsvegar í hringtorginu þar sem runnarnir voru slitnir upp með rótum.