Ræktaði kannabis í þvottahúsinu
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í þvottahúsi í heimili síðasta föstudag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að húsleit hafi verið gerð að fenginni heimild og fannst þá ræktunin auk tveggja poka með kannabisefnum. Húseigandi játaði að eiga efnin og ræktunina og var hann handtekinn.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.