Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ræktaði kannabis í fataskáp
Þriðjudagur 14. janúar 2014 kl. 08:00

Ræktaði kannabis í fataskáp

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í Reykjanesbæ um helgina. Við húsleit sem gerð var, að fengnum dómsúrskurði, fannst ræktunin inni í fataskáp. Um var að ræða á fimmta tug kannabisplantna. Jafnframt fannst poki með meintu MDMA í fataskáp og annar poki með kannabisefni undir rúmi.

Húsráðandi var heima þegar lögreglu bar að garði og viðurkenndi hann að vera eigandi efnanna. Hann var handtekinn og látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hafði lögregla afskipti af öðrum einstaklingi vegna óláta. Þegar hann var færður á lögreglustöð hrundi lítil pakkning niður úr buxnaskálm hans og var talið að um fíkniefni væri að ræða.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.