Rækjuveiðar hefjast á ný við Eldey
Rækjuveiðar hafa verið leyfðar á ný við Eldey, eftir 16 ára veiðibann, en það var sett á sínum tíma þegar veiðarnar þóttu hefa gengið of nærri rækjustofninum þar.
Sjómenn á humarveiðum hafa orðið varir við talsvert af rækju með humrinum undanfarin ár og kannaði Hafró málið nú í vor. Í framhaldi af því hefur Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út leyfi upp á 250 tonn út þetta ár.
Sjómenn á humarveiðum hafa orðið varir við talsvert af rækju með humrinum undanfarin ár og kannaði Hafró málið nú í vor. Í framhaldi af því hefur Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út leyfi upp á 250 tonn út þetta ár.
Rækjuveiðar hafa verið stundaðar við Eldey frá því árið 1970. Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur ásamt Ólafi Sigurðssyni, skipstjóra á Ásdísi ÍS, fundu miðin við Eldey árið 1963. Rækjuvarpan sem notuð var í þessari rækjuleit var lítil 60 feta varpa og þótti rækjumagnið ekki nógu mikið til að hefja þarna veiðar þá. 7 árum seinna kannaði Baldur Sigurbaldason, skipstjóri á Þórveigu ÍS, svæðið með mun stærri rækjuvörpu og hófust þá rækjuveiðar vil Eldey í kjölfarið.
Afli hefur frá byrjun verið sveiflukenndur að sögn fiskifræðings Hafrannsóknastofnunar.