Ræddu íbúalýðræði og fjárhagsáætlun á íbúafundi
Íbúar í Garði fengu tækifæri til að ræða íbúalýðræði og fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Garðs á íbúafundi í Gerðaskóla í gærkvöldi.
Halldóra Hreggviðsdóttir frá Alta flutti framsögu um íbúalýðræði og þátttakendur í fundinum voru virkjaðir í hugmyndavinnu.
Þá fór fram kynning á tillögu um fjárhagsáætlun Garðs 2014 - 2017.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum í gær þegar unnið var í hugmyndavinnu varðandi íbúðalýðræði. VF-myndir: Hilmar Bragi