Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ræða eldgos í sjó á fundi vísindaráðs á morgun
Á milli tveir og þrír kílómetrar eru frá Nátthaga til sjávar.
Fimmtudagur 11. mars 2021 kl. 15:39

Ræða eldgos í sjó á fundi vísindaráðs á morgun

Miðað við að kvikugangurinn lengist um 500 metra á sólarhring þá er stutt eftir til sjávar austan við Grindavík. Í dag er gangurinn undir Nátthaga, dal skammt frá Ísólfsskála, austan Festarfjalls. Þaðan eru 2,5 til 3 km. til sjávar.

Kristín Jónsdóttir, hópsstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, staðfesti í skriflegu svari til Víkurfrétta að mögulegt gos í sjó verði rætt á vísindaráðsfundi á morgun, föstudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024