Ráðuneytin leita samstarfs margra aðila um eignarhald í HS Orku
Lífeyrissjóðir eru taldir ólíklegir til að vilja eiga stóran hlut í HS Orku, komi til þess að opinberir aðilar taki sig saman um kaup á 55 prósenta hlut Geysis Green Energy í félaginu. Fjármálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið munu á næstu dögum setja saman viðræðuhóp ríkisins, lífeyrissjóðanna, Grindavíkurbæjar og fleiri aðila um samstarf um eignarhald á HS Orku. Kannaðar verða forsendur þess að ganga til samninga við Geysi Green Energy um kaup á meirihlutaeign þess félags. Stjórnvöld leggja áherslu á aðkomu sterkra eigenda að HS Orku svo það geti gegnt stóru hlutverki í atvinnuuppbyggingu.
Visir.is greinir frá þessu í morgun, sjá hér
---
VFmynd/elg - Reikna má með að aðkoma rikisins að HS Orku verði í gegnum Geysi Green Energy en ríkisbankarnir eru nú komnir með fjóra menn í stjórn eftir aðalfund félagsins nú í vikunni, þar sem þessi mynd var tekin.