Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðuneytið tekur blokk eftir blokk til leigu undir hælisleitendur
Miðvikudagur 5. apríl 2023 kl. 17:18

Ráðuneytið tekur blokk eftir blokk til leigu undir hælisleitendur

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfullrúi Umbótar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar telur að félags- og vinnumarkasðráðherra geri sér enga grein fyrir því hve staðan er alvarleg hér vegna mikils fjölda hælisleitenda. „Hann lofaði að fækka þeim en hefur ekki staðið við það heldur þvert á móti þá fjölgar þeim. Í dag eru um 1000 manns í úrræðum ríkisins á Ásbrú sem samsvarar rúmlega 20% allra umsækjenda um alþjóðlega vernd á síðasta ári,“ segir Margrét í bókun sem hún lagði fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gærkvöldi. Í bókuninni segir hún einnig: „Við höfum séð að ráðuneytið hefur verið að taka blokk eftir blokk til leigu til að leigja undir hælisleitendur og þeir sem eru að missa leigusamninga sína á þessu ári fá ekki endurnýjun á samningi og eru sendir á götuna.“

Bókun Margrétar í heild sinni er hér að neðan:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Síðastliðinn föstudag sat ég Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem máliefni flóttafólks og hælisleitenda var á dagskrá. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var með framsögu og svaraði spurningum úr sal.

Eftirfarandi spurningar lagði ég fyrir ráðherra.
1. Frumvarpið sem var kynnt á vef Stjórnarráðsins um að heimila leigu á iðnaðar og skrifstofuhúsnæði fyrir hælisleitendur. Hvers vegna var farið af stað án nokkurs samráðs við sveitarfélögin.

2. Nú hefur verið unnið að því að koma í veg fyrir að erlendir verkamenn séu hýstir í ólöglegu iðnaðarhúsnæði. Er þetta frumvarp ekki alveg þvert á það. Mun það ekki setja slæmt fordæmi.

3. Ef sveitarfélögin munu leggjast gegn frumvarpinu. Sem ég tel að þau muni gera. Mun þá ríkistjórnin draga það til baka. Með þessu frumvarpi er ríkistjórnin að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum. Finnst ráðherra það eðlilegt.

Ráðherra brást illa við réttmætum spurningum mínum og athugasemdum sem íbúar hafa komið á framfæri við mig.
Við höfum séð að ráðuneytið hefur verið að taka blokk eftir blokk til leigu til að leigja undir hælisleitendur og þeir sem eru að missa leigusamninga sína á þessu ári fá ekki endurnýjun á samningi og eru sendir á götuna.

Mín skoðun er sú að ráðuneytið verður að falla frá þessum gjörningi sínum að reka fólk úr íbúðum sínum svo leigja megi hælisleitendum. Við sem samfélag getum ekki samþykkt slík vinnubrögð og verðum að standa fastar gegn stjórnvöldum.

Ég tel að ráðherra geri sér enga grein fyrir því hve staðan er alvarleg hér vegna mikils fjölda hælisleitenda. Hann lofaði að fækka þeim en hefur ekki staðið við það heldur þvert á móti þá fjölgar þeim. Í dag eru um 1000 manns í úrræðum ríkisins á Ásbrú sem samsvarar rúmlega 20% allra umsækjenda um alþjóðlega vernd á síðasta ári.

Ég ítreka það sem ég hef áður sagt hér og fjölmargir sem til þekkja hafa bent á að Reykjanesbær er löngu komin að þolmörkum við móttöku flóttafólks. Við hér í Reykjanesbæ höfum svo sannarlega staðið okkur vel í móttöku flóttafólks. Við vorum frumkvöðlar og boðin og búin að aðstoða flóttafólk. Ríkisvaldið þakkar hins vegar fyrir sig með því að senda enn fleira flóttafólk til okkar án nokkurs samráðs. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé komið langt yfir þolmörk. Ef þetta frumvarp sem mun heimila leigu á iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði mun ganga í gegn þá er samfélagið okkar komið í ógöngur og við búið að missa tökin á þeim fjölda sem kemur hingað,“ segir í bókun Margrétar Þórarinsdóttur.