Ráðuneyti ætlar í víðtæka úttekt á Gerðaskóla
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tilkynnt Sveitarfélaginu Garði bréflega að mun víðtækari úttekt fari fram á Gerðaskóla en bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 22. júní sl.
Þeir þættir sem ráðuneytið vill einnig láta kanna eru, líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra, starfsandi og liðsheild í starfsmannahópnum og stjórnun skólans.
Ráðuneytið mun ekki að svo stöddu láta fara fram úttekt á starfsemi Tónlistarskólans í Garði.