Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðstefna um umhverfisvæna ferðaþjónustu
Mánudagur 30. september 2002 kl. 20:39

Ráðstefna um umhverfisvæna ferðaþjónustu

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar munu standa fyrir ráðstefnu um umhverfisvæna ferðaþjónustu á Hótel Keflavík þann 16. október kl. 14:00. Fjallað verður um umhverfisvæna ferðaþjónustu og hlutverk sveitastjórna og fyrirtækja. Spurt er um tilgang þess að gerast umhverfisvæn og umvherfismerkin Svanurinn, Green Globe og Blái fáninn verða kynnt.. Einnig verður fjallað um stöðu umhverfismála á Suðurnesjum.
Ráðstefnan er öllum opinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvuskeyti á [email protected]


DAGSKRÁ:

14:00 – 14:20
Jóhanna B. Magnúsdóttir, Verkefnastjóri staðardagskrá 21 hjá Mosfellsbæ
Hvað er umhverfisvæn ferðamennska og hlutverk sveitastjórna

14:20 – 14:40
Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Umhverfis- og öryggissvið hjá Línu hönnun
Vonarpeningur í visthæfri ferðaþjónustu

14:40 – 14:55
Sigrún Guðmundsdóttir, Sérfræðingur hjá Hollustuvernd
Umhverfismerkið Svanurinn

KAFFI 14:55 – 15:10

15:10 – 15:25
Elín Berglind Viktorsdóttir, Ferðamáladeild Hólaskóla
Umhverfismerkið Green Globe

15:25 – 15:40
Tryggvi Felixson, Framkvæmdastjóri Landverndar
Umhverfismerkið Blá fáninn

15:40 – 15:55
Anna G. Sverrisdóttir, Rekstrarstjóri ferðaþjónustu hjá Bláa lóninu
Eiga milljón ferðamenn og umhverfisvæn ferðaþjónusta samleið

15:55 – 16:10
Bergur Sigurðsson, Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja
Staða umhverfismála á Suðurnesjum

Fyrirspurnir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024