Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðstefna um Íslending og Víkingaheima í dag
Fimmtudagur 11. janúar 2007 kl. 13:48

Ráðstefna um Íslending og Víkingaheima í dag

Ráðstefna um Íslending og Víkingaheima verður haldin í Bíósal Duushúsa í dag, fimmtudaginn 11. janúar kl. 17-19.

Á dagskrá ráðstefnunnar má nefna setningu Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Þá ræðir Steinþór Jónsson verkefnisstjóri um stöðu og stefnu Víkingaheims í Reykjanesbæ. Elísabet Ward Hightower, ráðgjafi hjá Smithsonian, ræðir um víkingasafnið. Gunnar Marel Eggertsson, bátasmiður Íslendings, ræðir sögu Íslendings. Þá mun Ásmundur Friðriksson, verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ, ræða afþreyingu í Víkingaheimi.

Eftir kaffihlé um kl. 18 mun Ernst Backman ræða uppbyggingu Sögufafnsins en Ernst setti upp sögusafnið í Perlunni. Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, mun ræða samstarfsmöguleika og þá verður Blái demanturinn kynntur en Ríkharður Ibsen, framkæmæmdastjóri Turnkey Consulting, sér um þá kynningu. Að endingu verður sýnd kynningarmynd Íslendings og farið verður í umræður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024