Ráðstefna um dyslexíu í FS
Fjölbrautaskóli Suðurnesja hélt ráðstefnuna Dyslexía – nám og kennsla í framhaldsskólum dagana 5. og 6. október. Var hún hugsuð fyrir framhaldsskólakennara, kennara í efri bekkjum grunnskóla, námsráðgjafa, starfsfólk símenntunarmiðstöðva og aðra sem áhuga hafa á málefninu. Markmiðið með ráðstefnunni var að auka skilning á dyslexíu eða leshömlun og að efla og styrkja kennara í kennslu nemenda með dyslexíu.
Ráðstefnan tókst í alla staði vel og voru ráðstefnugestir um 150 talsins hvaðanæva af landinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra setti ráðstefnuna. Aðalfyrirlesari var Gavin Reid, dósent við Edinborgarháskóla. Hann er einn helsti sérfræðingur í Evrópu á sviði dyslexíu og hefur skrifað margar bækur um nám og kennslu nemenda með dyslexíu.
Gavin Reid hélt mjög áhugaverða fyrirlestra báða dagana auk þess að vera með eina af átta smiðjum. Ýmsir innlendir sérfræðingar sáu um hinar smiðjurnar sem meðal annars fjölluðu um ýmsar kennsluaðferðir og tækninýjungar sem nýtast nemendum með dyslexíu vel.
Ráðstefnan tókst í alla staði vel og voru ráðstefnugestir um 150 talsins hvaðanæva af landinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra setti ráðstefnuna. Aðalfyrirlesari var Gavin Reid, dósent við Edinborgarháskóla. Hann er einn helsti sérfræðingur í Evrópu á sviði dyslexíu og hefur skrifað margar bækur um nám og kennslu nemenda með dyslexíu.
Gavin Reid hélt mjög áhugaverða fyrirlestra báða dagana auk þess að vera með eina af átta smiðjum. Ýmsir innlendir sérfræðingar sáu um hinar smiðjurnar sem meðal annars fjölluðu um ýmsar kennsluaðferðir og tækninýjungar sem nýtast nemendum með dyslexíu vel.