Ráðstefna um afþreyingarferðamennsku á Íslandi
Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University halda ráðstefnu um afþreyingarferðamennsku á Íslandi 28. apríl næstkomandi kl. 15 - 18 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú.
Áhersla ráðstefnunnar verður á menntun, gæði og aukna framlegð í afþreyingarferðamennsku á Íslandi. Auk Keilis og TRU koma Ferðamálastofa, Markaðsstofa Reykjaness og NATA - North Atlantic Trade Association að ráðstefnunni. Í framhaldi af ráðstefnunni bjóða Ferðamálastofa og ATTA - Adventure Tourism Trade Association upp á tveggja daga vinnustofu um afþreyingarferðamennsku 29. - 30. apríl.
Meðal gesta á ráðstefnunni verða Ross Cloutier, yfirmaður ævintýraleiðsögunáms Thompson Rivers háskólans í Kanada og Paavo Olavi Sonninen, sölustjóri hjá Arctic Adventures og MSc í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráning fer fram á heimasíðu Keilis.
Ekkert þátttökugjald. Léttar veitingar í lok ráðstefnunnar þar sem gestum gefst tækifæri á að kynna sér menntun í ferðaþjónustu og framboð í ævintýraferðamennsku á Íslandi.
Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku hjá Keili og TRU er að ræða 60 eininga, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku. Nánari upplýsingar um námið á www.adventurestudies.is