Ráðningu tveggja leikskólastjóra frestað
Bæjarráð Reykjanesbæjar frestaði á dögunum ráðningu tveggja leikskólastjóra í sveitarfélaginu til næsta fundar bæjarráðs.
Fyrir liggur að ráða þarf leikskólastjóra bæði á Heiðarsel og Tjarnarsel. Hanna María Jónsdóttir mannauðs- og gæðastjóri mætti á fund bæjarráðs þar sem ráðið samþykkti að fresta málinu til næsta bæjarráðsfundar.