Ráðist í vegagerð á Njarðvíkurheiði með aðkomu Landsnets
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkir erindi sviðsstjóra umhverfissviðs þar sem óskað er eftir heimild að samþykkja tilboð frá Sveinsverk, sem var með lægsta tilboðið, í lagningu á nýjum vegi frá mislægum gatnamótum suður að Njarðvíkurheiði að tengivirki Landsnets.
Í áherslum umhverfissviðs Reykjanesbæjar við gerð fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2023 var mikla áhersla lögð á að fá fjármagn til að fara í nýjan veg frá mislægum gatnamótum suður að Njarðvíkurheiði að tengivirki Landsnets. Þessi vegur tengir í leiðinni nýtt efnislosunarsvæði sem þarf að byrja á á nýju ári þar sem efnislosunarsvæðið á Stapa er orðið fullt og því þarf að loka.
Vegna framkvæmda við nýtt tengivirki Landsnets kom upp sú hugmynd að flýta þessari framkvæmd þannig að Landsnet gæti nýtt sér þennan veg við framkvæmdir í staðinn fyrir að gera upp eldri slóða sem fara um Patterson.
Eftir samninga viðræður við Landsnet er fyrirtækið tilbúið að leggja fjármagn í þessa framkvæmd ef það má verða til þess að flýta framkvæmdinni. Hér er um fasta upphæð að ræða og vegurinn yrði eign Reykjanesbæjar eftir framkvæmd. Sett var út verðkönnun á veginn og var verktakafyrirtækið Sveinsverk lægst með um 70% af kostnaðaráætlun.