Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðist á rangan aðila í Grindavík?
Miðvikudagur 11. desember 2013 kl. 13:14

Ráðist á rangan aðila í Grindavík?

Skemmdir voru unnar á bifreið í Grindavík í nótt. Húsráðendur í húsi við Staðarhraun vöknuðu við læti í nótt og datt fyrst í hug að ekið hefði verið á húsið þeirra. Þegar út var komið var búið að skrifa kvenmannsnafn á bílrúðu og orðinu „hóra“ bætt þar við. Þá höfðu verið stungin göt á alla hjólbarða bifreiðarinnar.

Lögregla var kölluð til en allt bendir til þess að rangur aðili hafi orðið fyrir eignaspjöllunum í nótt því nafnið sem skrifað var á bílrúðuna var nafn einstaklings sem áður átti heima í húsinu en er fluttur burt fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Tjónið er nokkuð en stungugöt eru á öllum hjólbörðum bifreiðarinnar. Þá eru húsráðendur nokkuð áhyggjufullir vegna skemmdarverksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024