Ráðist á mann um hábjartan dag í Sandgerði
				
				
Ráðist var á mann um fimmleytið í Sandgerði í gær. Þegar lögreglumenn komu á staðinn voru árásarmennirnir á brott en þeir voru síðar stöðvaðir á Reykjanesbraut þar sem rætt var við þá. Var síma og gleraugum meðal annars stolið af manninum en munirnir fundust í Sandgerði. Maðurinn hlaut minniháttar áverka.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				